Önnur staða eftir fjölmiðlalög

Blaðamenn ekki lengur „höfundar“ ummæla í greinum sínum.
Blaðamenn ekki lengur „höfundar“ ummæla í greinum sínum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Setning fjölmiðlalaga árið 2011 leysti að nokkru leyti úr þeirri spennu sem orðið hafði milli íslenskrar réttarframkvæmdar og Mannréttindadómstóls Evrópu vegna meintra meiðyrða í rituðum greinum fjölmiðla. Þetta er mat Eiríks Jónssonar, prófessors við lagadeild HÍ.

Mannréttindadómstóllinn felldi í vikunni dóm í máli Steingríms Sævars Ólafssonar, fyrrverandi ritstjóra Pressunnar, þar sem niðurstaðan var sú að brotið hefði verið gegn tjáningarfrelsi Steingríms Sævars með því að fella, án nægilegs rökstuðnings, á hann ábyrgð á ummælum sem réttilega voru höfð eftir viðmælendum Pressunnar árið 2010.

Er þetta í fimmta skipti sem Mannréttindadómstóllinn kemst að þessari niðurstöðu um tjáningarfrelsi íslenskra blaðamanna vegna dóma Hæstaréttar. Að sögn Eiríks má leiða að því líkur að niðurstaða í tveimur til þremur málanna hefði getað orðið önnur, hefðu nýju lögin verið í gildi þegar þau ummæli féllu, sem dæmd voru ómerk, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert