Ástandið batnað mest hjá háskólamenntuðum

mbl.is/Kristinn

Þeim sem safna skuldum hefur fækkað verulega frá hruni bankanna árið 2008. Á sama tíma hefur þeim fjölgað sem lagt geta fyrir sparifé.

Þetta kemur fram í frétt Ríkisútvarpsins, þar sem raktar eru niðurstöður könnunar Gallup sem gerð var fyrir ríkismiðilinn.

Segir þar að ástandið hafi mest batnað hjá fólki með háskólapróf og hærri tekjur.

Skuldasöfnun fólks hafi þá dregist saman á þessu tímabili, 12% fólks hafi verið að safna skuldum í nóvember 2009, en aðeins 4% í síðasta mánuði.

Þeim hafi að auki farið snarfækkandi sem nota sparifé til að ná endum saman. Minni breyting hafi hins vegar orðið á högum þeirra sem ná með naumindum endum saman og í raun hafi þeim fjölgað frá síðasta ári.

Loks geti mun fleiri nú safnað svolitlu sparifé og þeir sem safnað geta talsverðu sparifé eru töluvert fleiri nú en skömmu eftir hrun bankanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert