Fatnaði stolið í Austurbænum

Óskað var eftir aðstoð lögreglu í Austurbænum um kl. 3 í nótt vegna átaka milli heimilisfólks. 17 ára karlmaður var handtekinn og vistaður í fangageymslu lögreglu vegna frekari rannsóknar málsins.

Um kl. 1 var tilkynnt um slys í sama borgarhluta en þar reyndist karlmaður hafa fallið niður stiga og var með skerta meðvitund. Viðkomandi var fluttur á slysadeild til skoðunar.

Þá var tilkynnt um innbrot í verslun í Austurborginni rétt fyrir kl. 5. Eitthvað var tekið af fatnaði en ekki er vitað hver eða hverjir voru að verki.

Lögreglan í miðborginni hafði einnig nokkur afskipti af ökumönnum sem eru grunaðir um ölvun við akstur eða akstur undir áhrifum fíkniefna og þá barst henni tilkynning um að ekið hefði verið á ljósastaur á gatnamótum Hofsvallagötu og Túngötu.

Þegar lögregla kom á vettvang fann hún þó hvorki skakkan staur né skemmda bifreið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert