Ökklabrot og unglingar á golfbíl

Lögreglan í Hafnarfirði og Garðabæ stöðvaði í gær ökumann sem var með of marga farþega í bifreið sinni. Viðurkenndi hann að hafa verið að aka gegn gjaldi án þess að hafa þar til gerð leyfi.

Um kl. 23 var tilkynnt um hóp ungmenna á golfbíl í Grafarvogi en þegar lögregla kom á vettvang var fólkið á bak og burt. Golfbíllinn var tekinn í vörslu lögreglu.

Rétt eftir miðnætti var tilkynnt um slasaðan karlmann í Hraunbænum en þegar á vettvang var komið kom í ljós að maður hafði reiðst vini sínum og sparkað í borð, með þeim afleiðingum að hann ökklabrotnaði. Viðkomandi var fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið.

Um kl. 3 barst lögreglu tilkynning um ölvaðan mann með leiðindi í verslun í Grafarvogi en hann var farinn þegar lögregla kom á vettvang.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert