Að mestu greiðfært fyrir norðan

Steinunn Ásmundsdóttir

Á Norðurlandi vestra er að mestu greiðfært en hálkublettir eru á útvegum. Snjóþekja og éljagangur er á Siglufjarðarvegi.

Það er víðast hvar greiðfært á Suðurlandi en þó er hálka og skafrenningur á Hellisheiði en hálkublettir í Þrengslum og Mosfellsheiði og á nokkrum útvegum.

Greiðfært er að mestu á láglendi á Vesturlandi en hálka eða hálkublettir á fjallvegum. Hálka og skafrenningur er á Bröttubrekku. Hálka eða snjóþekja er á flestum leiðum á Vestfjörðum. 


Á Norðausturlandi er hálka eða snjóþekja á flestum leiðum og eitthvað um éljagang. Þæfingsfærð og snjókoma er á Hófaskarði og Hálsum. Hólasandur er ófær.

Á Austurlandi er hálka, hálkublettir eða snjóþekja og snjókoma eða skafrenningur. Snjóþekja og skafrenningur er á Vopnafjarðarheiði. Þæfingsfærð og skafrenningur er á Fjarðarheiði. Ófært er á Vatnsskarði eystra.

Snjóþekja og éljagangur er frá Reyðarfirði að Höfn en greiðfært eftir það að Kirkjubæjarklaustri. Hálkublettir eru í Eldhrauni en hálka á Mýrdalssandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert