Þæfingur á Mýrdalssandi

mbl.is/Ómar

Það er víðast hvar greiðfært á Suðurlandi en þó er hálka og skafrenningur á Hellisheiði en hálkublettir í Þrengslum og á Mosfellsheiði og á nokkrum útvegum.

Hálkublettir eru allvíða á vegum á Vesturlandi en á Vestfjörðum er hálka, hálkublettir eða snjóþekja. 

Á Norðurlandi vestra er að mestu greiðfært en hálkublettir eru á útvegum. Um Norðurland austanvert er hálka eða snjóþekja á flestum leiðum og eitthvað um éljagang. Hólasandur er ófær.

Á Austurlandi er hálka, hálkublettir eða snjóþekja. Snjóþekja og skafrenningur er á Vopnafjarðarheiði. Þungfært og skafrenningur er á Fjarðarheiði en þæfingur og skafrenningur á Oddsskarði. Ekki eru komnar upplýsingar um fjöllin.

Snjóþekja og éljagangur er frá Reyðarfirði að Hvalnesi en þaðan að Höfn eru hálkublettir. Greiðfært er að mestu með suðausturströndinni en eitthvað um hálkubletti. Þæfingsfærð er á Mýrdalssandi, segir í tilkynningu frá Vegagerðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert