Ákærður fyrir fíkniefnasmygl

mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Héraðssaksóknari hefur ákært pólskan karlmann á fimmtugsaldri fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa í byrjun síðasta mánaðar staðið að innflutningi á 700 millilítrum af vökva sem innihaldið hafi amfetamínbasa sem haft hafi 61% styrkleika.

Vökvinn hafi verið ætlaður til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni að því er segir í ákærunni en fíkniefnin hafi maðurinn flutt til landsins sem farþegi í flugi frá Berlín, höfuðborg Þýskalands. Tollverðir fundu fíkniefnin í farangri mannsins við komu hans til Keflavíkurflugvallar.

Saksóknari fer fram á að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. þess er og krafist að fíkniefnin verði gerð upptæk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert