Bitist um brauðbari á Selfossi

Stjórnendur Krónunnar eru ósáttir við þær kröfur sem heilbrigðiseftirlitið gerir …
Stjórnendur Krónunnar eru ósáttir við þær kröfur sem heilbrigðiseftirlitið gerir til brauðbars í versluninni á Selfossi. Fulltrúar eftirlitsins segjast undrast að verslunin skuli mótmæla skyldum til að verja viðkvæm matvæli.

Kröfurnar sem voru gerðar af hálfu heilbrigðiseftirlitsins varðandi brauðbarina eru lágmarkið og í samræmi við það sem gerist á landsvísu. Við höfum áhyggjur af því að óhreinindi bærust í brauðið og óskuðum því úrbóta sem brugðist var við. Ágreiningurinn nú snýst um hverjar valdheimildir okkar séu, segir Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.

Fyrir helgina var í Héraðsdómi Suðurlands dómtekin stefna frá Krónunni ehf. á Sveitarfélagið Árborg og heilbrigðiseftirlitið vegna afskipta starfsmanna þess af brauðbar í verslun Krónunnar á Selfossi.

Óskað var að kassar á barnum, þar sem brauðið lá frammi, væru með loki og inni á lager væri það geymt við þær aðstæður að óhreinindi bærust ekki að því. Málið verður tekið til meðferðar dómsins innan tíðar, að því er fram kemur í umfjöllun um þrætu þessa í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert