„Fullt af bílum í vandræðum“

Þessi mynd var tekin við Víkurskála. Þar má sjá snjóruðningsbíl …
Þessi mynd var tekin við Víkurskála. Þar má sjá snjóruðningsbíl Vegagerðarinnar eftir að hann ruddi veginn um Reynisfjall. mbl.is/Jónas Erlendsson

Bílar hafa setið fastir í Mýrdal vegna slæmrar færðar og hefur Björgunarsveitin Víkverji haft í nógu að snúast.

Að sögn Gísla Steinars Jóhannessonar úr björgunarsveitinni hafa flestir lent í erfiðleikum í Gatnabrún í Mýrdal með tilheyrandi umferðartöfum. 

„Það er búið að vera fullt af bílum í vandræðum,“ segir hann og nefnir bæði fólksbíla og flutningabíla. Auk þess fór rúta út af veginum á Reynisfjalli í morgun.

Sjálfur hefur hann tekið þátt í að bjarga fjórum fólksbílum, auk vörubíls. Bílarnir festust annaðhvort í snjónum eða fuku út af veginum, að sögn Gísla Steinars.

Ferðamenn sem lentu í vandræðum á bílum sínum í Mýrdal.
Ferðamenn sem lentu í vandræðum á bílum sínum í Mýrdal. mbl.is/Jónas Erlendsson

Lögreglan á Suðurlandi hefur einnig aðstoðað ökumenn. 

Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að vegurinn um Reynisfjall sé lokaður eins og er.

Að sögn fréttaritara mbl.is á Suðurlandi snjóaði mikið á svæðinu frá því um kaffileytið í dag og fram yfir kvöldmat. Mun þetta vera ein mesta snjókoman þar í vetur. Snjórinn hefur verið erfiður yfirferðar fyrir bíla, auk þess sem skafrenningur hefur verið. 

Uppfært kl. 21.45:

Snjóruðningsbíll Vegagerðarinnar er búinn að ryðja veginn um Reynisfjall og er hann því orðinn fær. 

Færðin er búin að vera slæm í Mýrdal.
Færðin er búin að vera slæm í Mýrdal. Ljósmynd/Gísli Steinar/True Adventure
Löng bílaröð í ófærðinni.
Löng bílaröð í ófærðinni. Ljósmynd/Gísli Steinar/True Adventure
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert