Helmingur framhaldsskólanema prófað rafsígarettur

Annar hver framhaldsskólanemi hefur prófað rafrettu.
Annar hver framhaldsskólanemi hefur prófað rafrettu.

Um helmingur framhaldsskólanema hefur prófað rafsígarettur, þar af 52% stráka og 45% stúlkna. Þetta og fleira kom fram í ávarpi Óttars Proppé heilbrigðisráðherra á málþingi um tóbaksvarnir sem haldið var í Hörpu í vikunni.

Niðurstöðurnar koma frá óbirtri könnun Rannsókna og greiningar þar sem einnig kemur fram að um 12% stráka í framhaldsskólum höfðu reykt rafsígarettur daglega eða oftar og um 6% stúlkna. Þingið hófst með setningarræðu Óttars Proppé heilbrigðisráðherra.

„Þótt stórlega hafi dregið úr reykingum hér á landi, líkt og víðast á Vesturlöndum í áranna rás, taka þær þó enn mikinn toll þegar við horfum til lífs og heilsu fólks og þær leggja á samfélagið ýmsar byrðar og þá einkum á heilbrigðiskerfið,“ sagði Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra m.a. í ræðu sinni, sem um er fjallað í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert