Rúmlega 1.800 bílar í fólksflutningum á vegum 565 aðila

Í landi síaukins ferðamannastraums eins og Íslandi er þörfin fyrir …
Í landi síaukins ferðamannastraums eins og Íslandi er þörfin fyrir hópferðabíla, eða rútur, mikil og stöðugt vaxandi. mbl.is/Jakob Fannar Sigurðsson

Rúmlega 1.800 hópferðabifreiðar eru á vegum þeirra 565 aðila, einstaklinga og félaga, sem leyfi hafa frá Samgöngustofu til að reka ökutæki til fólksflutninga.

Eins og fram kom í Morgunblaðinu í síðustu hefur þeim sem atvinnu hafa af því að reka fólksflutningabifreiðar fjölgað mjög á undanförnum mánuðum.

Á fyrstu vikum þessa árs hefur verið veitt 31 nýtt leyfi til að reka slíkar bifreiðar. Frá árslokum 2015 og fram til dagsins í dag, á rúmlega 14 mánaða tímabili, hefur leyfum fjölgað um 115. Í árslok 2014 voru leyfishafar 389.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert