Forsetahjónin á leið til Noregs í opinbera heimsókn

Forsetahjón Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid, kona …
Forsetahjón Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid, kona hans. mbl.is/Ómar Óskarsson

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú halda til Noregs í dag í þriggja daga opinbera heimsókn sem hefst formlega á morgun, þriðjudag.

Þetta er önnur heimsókn forsetans utanlands frá því að hann tók við embætti. Í för með forsetanum verða Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, sendinefnd úr fræðasamfélagi og viðskiptalífi og embættismenn.

Meðal viðburða er hádegisverður með norsku ríkisstjórninni, heimsókn til Háskólans í Björgvin þar sem forseti mun flytja erindi um menningararfleifð og kvöldverður með norsku konungshjónunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert