Cadillac, rokk og blús

Jóhann Vilhjálmsson, öðru nafni Jói byssusmiður, á trommunum og B.B. …
Jóhann Vilhjálmsson, öðru nafni Jói byssusmiður, á trommunum og B.B. King á gítarnum. Fyrir aftan sést „Gullvagninn“, sem Jói átti áður og gerði upp, og til hliðar er einn þriggja Cadillac-bíla hans. mbl.is/RAX

Íslenski Cadillac-klúbburinn var stofnaður í tengslum við ökuferð nokkurra Íslendinga í gömlum Cadillac um Bandaríkin 2006 og sama ár var hann samþykktur sem undirklúbbur í bandaríska klúbbnum the Cadillac & LaSalle Club Inc. Þetta hefur verið óformlegur klúbbur en hann fékk kennitölu fyrir skömmu og í kjölfarið verða hlutirnir formlegri en hingað til.

Cadillac-bílar, oft gamlir forstjórabílar, hafa verið áberandi í Reykjavík á ákveðnum stundum eins og á Blúsdeginum, Blúshátíðinni og Menningarnótt, en færri vita að félagar í Íslenska Cadillac-klúbbnum eiga sér sinn samastað í Faxafeni, þar sem þeir geyma bíla sína á veturna, dytta að þeim, koma saman á þriðjudagskvöldum og bjóða stundum upp á dagskrá, þar sem blúsinn er fyrirferðarmestur.

Jói í Cadillac frá 1976, þriggja tonna grip.
Jói í Cadillac frá 1976, þriggja tonna grip. mbl.is/RAX


„Við blöndum saman þessum gömlu bílum, rokki og blús,“ segir Jóhann Vilhjálmsson, formaður félagsins frá 2009, en áður stjórnaði Ólafur Gunnarsson rithöfundur félaginu. „Við köllum Óla The Godfather og hann og Einar Kárason koma stundum og lesa upp úr bókum sínum.“

Upphækkað svið

Þegar komið er inn í kjallarann blasa við umferðarskilti og bílnúmer, stór Coca-Cola fáni og Pizza 67 skilti. „Hérna þrífum við bílana og bónum,“ segir Jóhann eða Jói byssusmiður eins og hann er gjarnan nefndur. Hann er mikill áhugamaður um Cadillac-bíla og á núna þrjá slíka.

Fremst í salnum er upphækkað svið, þar sem tónlistarmenn taka lagið. „Á 10 ára afmæli félagsins spiluðu Vinir Dóra hérna og ári síðar kom Rúnar Þór með Klettana og Bjöggi Gísla,“ rifjar Jói upp.

Elvis átti Cadillac.
Elvis átti Cadillac. mbl.is/RAX


Á veggjum eru veggspjöld frá Blúshátíðum, en Jói er í stjórn Blúsfélags Reykjavíkur. Klúbbfélagar hafa gjarnan tekið þátt í opnum Blúshátíðarinnar og þátttakendur í henni hafa stigið á svið í kjallaranum. „Karen Lovely söng hjá okkur í fyrra og spilaði með Blue Ice-bandinu. Hún er góður vinur okkar og kynnti viðburðinn á heimasíðu sinni.“

Blúshátíð í Reykjavík verður 8.-13. apríl. „Þá keyrum við erlendu tónlistarmennina um á Kadilökkum,“ segir Jói. „Á Blúsdeginum er spilaður blús á hverju horni á Skólavörðustíg og við ásamt Krúserklúbbnum verðum áberandi á bílunum sem fyrr, þegar dagurinn verður næst haldinn 8. apríl.“

Elvis átti Cadillac.
Elvis átti Cadillac. mbl.is/RAX


Um 20 bílar, sem allir eiga sína sögu, eru í kjallaranum. „Við verðum að sníða okkur stakk eftir vexti, þetta er of dýrt fyrir okkur og við erum að leita að nýju og minna húsnæði,“ segir Jói, en félagar og aðrir gestir koma næst saman í „félagsheimilinu“ í kvöld og væntanlega verða blúsarar á sviðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert