Fullkomið skip við Skarfabakka

Seabed Constructor liggur við Skarfabakka í Reykjavík.
Seabed Constructor liggur við Skarfabakka í Reykjavík. mbl.is/Árni Sæberg

Rannsóknar- og framkvæmdaskipið Seabed Constructor hefur legið við Skarfabakka í Reykjavík síðustu daga, en skipið kom hingað til lands frá Kanada til að taka vistir og skipta um áhöfn. Skipið er skráð í Bergen og eigandi þess er norska fyrirtækið Swire Seabed.

Fyrirtækið rekur þrjú skip til viðbótar og sérhæfir sig í framkvæmdum neðansjávar auk verkfræðilegra verkefna. Það þjónustar meðal annars olíupalla við Noreg og er sérútbúið til þess.

Í Seabed Constructor má finna rannsóknarkafbáta og fullkomin tæki og tól sem ætluð eru til notkunar neðansjávar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert