Guðni og Eliza hittu Noregskonung

Hermenn stóðu heiðursvörð þegar að Guðni og Haraldur Noregskonungur gengu …
Hermenn stóðu heiðursvörð þegar að Guðni og Haraldur Noregskonungur gengu framhjá þeim við höllina. AFP

Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Jean Reid forsetafrú hófu opinbera heimsókn sína til Noregs í konungshöllinni í Osló í dag. Heimsóknin stendur yfir fram á fimmtudag og er Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra með í för ásamt opinberri sendinefnd sem í eru fulltrúar fræðasamfélags og viðskiptalífs auk embættismanna frá utanríkisráðuneyti og embætti forseta.

Samkvæmt tilkynningu frá skrifstofu forseta mun Guðni m.a. leggja blómsveig að þjóðarminnismerkinu við Akershus-virkið, heimsækja norska Stórþingið og flytja lokafyrirlestur á ráðstefnunni Global Challenges – Nordic Experiences við háskólann í Osló. Eliza mun jafnframt flytja fyrirlestur um jafnréttismál og taka þátt í pallborðsumræðum.

Í kvöld stendur síðan til að forsetahjónin sitji hátíðarkvöldverð norsku konungshjónanna.

Guðni og Haraldur Noregskonungur í höllinni í Osló í dag.
Guðni og Haraldur Noregskonungur í höllinni í Osló í dag. AFP
Forsetahjónin ásamt konungshjónunum.
Forsetahjónin ásamt konungshjónunum. AFP
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er í sendinefnd forsetans.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er í sendinefnd forsetans. Ljósmynd/Myriam Marti
Astrid prinsessa, Sonja Noregsdrottning, Eliza, Guðni, Haraldur Noregskonungur, Mette Marit …
Astrid prinsessa, Sonja Noregsdrottning, Eliza, Guðni, Haraldur Noregskonungur, Mette Marit krónprinsessa og Hákon krónprins í höllinni í dag. Ljósmynd/Myriam Marti
Guðni lagði blómsveig að þjóðarminnismerkinu við Akershus virkið,
Guðni lagði blómsveig að þjóðarminnismerkinu við Akershus virkið, Ljósmynd/Myriam Marti
Astrid prinsessa og Guðni.
Astrid prinsessa og Guðni. Ljósmynd/Myriam Marti
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert