Hitinn í mars er í meðallagi

Ferðamenn hafa fyllt miðborgina og notið þess sem hún býður …
Ferðamenn hafa fyllt miðborgina og notið þess sem hún býður upp á. mbl.is/Golli

Nú þegar langt er liðið á marsmánuð mætti ætla að mánuðurinn hefði verið í kaldara lagi eftir mildan vetur framan af.

En sú er ekki raunin, samkvæmt upplýsingum Trausta Jónssonar veðurfræðings. Meðalhitinn fyrstu 20 daga mánaðarins í Reykjavík er +1,0 stig, rétt ofan meðallagsins 1961 til 1990, en -0,3 stig undir meðallagi sömu daga síðustu tíu ára.

Á Akureyri er meðaltalið -0,5 stig, +0,4 ofan meðallags 1961 til 1990, en -0,6 stigum neðan við meðallag síðustu tíu ára. Úrkoma er tæplega helmingur meðallags hér í Reykjavík, en að tiltölu heldur meiri nyrðra, þó neðan meðallags. „Það hefur verið sólríkt hér syðra,“ segir Trausti í umfjöllun um veðráttu mars í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert