Kortleggja mögulegt mislingasmit

Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir.

Unnið er að því að hafa samband við fólk sem komst í snertingu við níu mánaða gamalt barn sem var smitað af mislingum. Leitað var með barnið til bráðamót­töku Barna­spítala Hrings­ins á sunnu­daginn síðastliðinn. Um er að ræða „dágóðan“ fjölda fólks sem ýmist annaðist barnið eða var á sama tíma og það á biðstofunni á bráðamóttökunni, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnarlæknis.

Yfir 90-95% Íslendinga er bólusettir gegn mislingum. Börn eru bólusótt gegn mislingum við 18 mánaða aldur. 

Hægt að bjóða fólki bólusetningu á fyrstu tveimur til þremur dögunum eftir að hafa mögulega smitast af mislingum en ekki fimm til sex dögunum eftir það. Einnig er hægt að taka blóðprufu til að kanna hvort þeir séu með mótefni gegn mislingum.

Ef fólk er ekki bólusótt veikist það 12 dögum eftir að það smitaðist. Eftir að það hefur smitast er fólk beðið að hafa hægt um sig og vera heima. „Við viljum til dæmis ekki að fólk sæki sér læknisaðstoð á heilbrigðisstofnanir og geti þá mögulega smitað aðra í leiðinni,“ segir Þórólfur.  

Foreldrar meðvitaðir um möguleika á smiti

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem mislingar greinast hér á landi á síðustu árum. Unnið er eftir sama verklagi og var notað árið 2014 þegar 11 mánaða gamalt barn hafði einnig smitast af mislingum eftir dvöl erlendis og leitar var með á heilbrigðisstofnun.  

„Ég sé ekki tilefni til þess. Hins vegar er gott að foreldrar séu meðvitaðir um möguleikann á að barnið geti smitast af mislingum í ferðalagi í útlöndum. Mislingar hafa verið að ganga í Evrópu í langan tíma og börn eru oft móttækilegri en aðrir fyrir smiti,“ segir Þórólfur aðspurður hvort tilefni sé að vara foreldra óbólusettra barna við að ferðast til útlanda vegna möguleika á smiti á mislingum. 

Börn eru bólusett 18 mánað gömul við mislingum.
Börn eru bólusett 18 mánað gömul við mislingum. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Ítrekar mikilvægi bólusetninga 

Hann vill ítreka mikilvægi bólusetningar gegn mislingum og hvetur fólk til að mæta með börn sín í bólusetningu. „Það er engin ástæða til að bólusetja þau ekki. Það eru engar rannsóknir til sem sýna fram á tengsl bólusetningar og einhverfu eins og margir hafa ranglega haldið fram,” segir Þórólfur. 

Hann vill að hlutfall bólusettra verði hærra, nái helst yfir 95%. Þrátt fyrir þetta smit eru litlar líkur á mislingafaraldri.

Mislingar geta valdið alvarlegum sýkingum og dregið fólk til dauða.  

Landlæknisembættið minnir á mikilvægi bólusetninga.
Landlæknisembættið minnir á mikilvægi bólusetninga. mbl.is/KRISTINN INGVARSSON
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert