Með kross á herðum á Hakinu

Ferðalangurinn vakti mikla athygli annara ferðamanna er hann kom á …
Ferðalangurinn vakti mikla athygli annara ferðamanna er hann kom á Hakið með kross á herðum sér. Ljósmynd/Pétur Gauti

Hann vakti mikla athygli þeirra sem leið áttu um Hakið á Þingvöllum síðasta föstudag, ferðalangurinn sem þar birtist með kross á herðum. Pétur Gauti Valgeirsson leiðsögumaður var þar á ferð og smellti nokkrum myndum af manninum sem hann deildi í færslu á Facebook-síðu sinni.

Maðurinn var með kross á herðum, sem kallar fram í hugann hugleiðingar um ekki ómerkari atburð en sjálfa krossfestingu Krists. Krossinn var þó með hjól á endanum og því væntanlega þægilegri í flutningum, en hjá Kristi forðum.

Pétur Gauti segir manninn hafa vakið mikla athygli annarra ferðamanna. „Hann var bara þarna að pósa fyrir myndir og það var biðröð af fólki sem vildi tala við hann,“ segir hann.

„Ég hafði ekki tíma til að tala við hann, þannig að ég veit ekki hverrar þjóðar hann er. Mér skildist þó á öðrum að hann væri að ganga um heiminn og væri búin að fara til 200 landa í þeim tilgangi að skapa einhverja umræðu.“

Pétur Gauti nefnir að einhver hafi deilt við færsluna hlekk á síðu sem nefnist Keith Wheeler ministries og þegar síðan er skoðuð má sjá að Ísland virðist hafa verið meðal viðkomustaða Wheelers í tvígang áður, árin 1999 og 2015.

Á Facebook-síðu kappans sést svo að hann og krossinn hafa haft viðkomu við Seljalandsfoss í gær og lofar hann þar fegurðina sem felist í sköpunarverkum Guðs.

Röð myndaðist af fólki sem vildi spjalla við kappann, sem …
Röð myndaðist af fólki sem vildi spjalla við kappann, sem var viljugur að pósa fyrir myndatökur. Ljósmynd/Pétur Gauti
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert