Segja áfengisfrumvarpið ógn við almannaheill

mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Áfengisfrumvarpið er ógn við almannaheill sem stangast á við stefnu stjórnvalda í áfengis- og vímuefnavörnum. Þá vinnur það gegn forvarnarstarfi sveitarfélaga auk þess að stangast á við aðgerðaráætlun Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar gegn lífsstílstengdum sjúkdómum sem og nýlega samþykktum heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Einnig vinnur frumvarpið gegn ákvæðum í barnasáttmálanum.

Þetta kemur fram í ályktun sem frístunda- og forvarnarfulltrúi Sandgerðisbæjar, félagsmálastjóri Sandgerðis, Garðs og Voga, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Garðs, frístunda- og menningarfulltrúi Voga, íþrótta- og tómstundafulltrúi Reykjanesbæjar og sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs Grindavíkurbæjar skrifuðu undir og sendu á fjölmiðla.

Hópurinn hvetur alþingismenn eindregið til þess að hafna frumvarpinu og benda á að embætti landlæknis, samtök lækna, heilbrigðisstarfsfólk og fjölmargir fagaðilar sem vinna að heilsueflingu og velferðarmálum hafi varað við þeirri breytingu sem felst í samþykkt frumvarpsins.

Tekið er fram að Íslendingar hafi unnið frábært forvarnastarf á undanförnum árum gegn áfengis- og vímuefnaneyslu barna og ungmenna, „náðst hefur árangur sem vakið hefur eftirtekt annarra þjóða.“

Bent er á að rannsóknir sýni að aukið aðgengi að áfengi leiði til aukinnar áfengisneyslu sérstaklega hjá ungmennum. Það á einnig til að auka tíðni einstaklingsbundinna og samfélagslegra vandamála samfara stórauknum samfélagslegum kostnaði.

Vitnað er í Alþjóðaheilbrigðisstofnunina sem segir árangursríkustu forvarnirnar gegn áfengi vera takmörkun á aðgengi, neyslustýringarskatt og bann við áfengisauglýsingum.

„Verði frumvarpið samþykkt hafa tvær af þremur virkustu forvarnaraðgerðum í áfengisforvörnum verið afnumdar,“ segir í álytkuninni. „Í frumvarpinu á að efla aðrar forvarnaraðgerðir sem rannsóknir hafa sýnt að hafa lítil sem engin áhrif á áfengisneyslu miðað við ofangreind atriði.“

Hópurinn óskar þess að alþingmenn taki alvarlega þær ábendingar og athugasemdir sem sérfræðingar hafa bent á og hagsmunir og velferð heildarinnar og lýðheilsusjónarmið verði höfð að leiðarljósi og frumvarpinu hafnað.

„Alþingismenn ættu að huga að hag íslenskra ungmenna í dag og í framtíðinni, frekar en rekstrarfræðilegum sjónarmiðum og breyta ekki sölufyrirkomulagi á áfengi sem er skynsamlegt eins og það er í dag. Við vildum gjarnan sjá alþingismenn beita sér fyrir því að koma allri sölu á hvers konar tóbaki inn í verslanir ÁTVR.

Einnig viljum við gera athugasemd við að málinu hafi ekki verið vísað til velferðarnefndar þar sem málið á heima, heldur eingöngu til allsherjar- og menntamálanefndar þar sem formenn beggja nefnda eru flutningsmenn áðurnefnds frumvarps,“ segir í ályktuninni en undir hana rita Rut Sigurðardóttir, frístunda- og forvarnafulltrúi Sandgerðisbæjar, Guðrún Björg Sigurðardóttir, félagsmálastjóri Sandgerðis, Garðs og Voga, Guðbrandur J. Stefánsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Garðs, Stefán Arinbjarnason, frístunda- og menningarfulltrúi Voga, Hafþór Barði Birgisson, íþrótta- og tómstundafulltrúi Reykjanesbæjar, og Björg Erlingsdóttir, sviðstjóri frístunda- og menningarsviðs Grindavíkurbæjar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Túlkun FME hamlandi fyrir atvinnulífið

11:21 GAMMA hefur mótmælt þröngri túlkun Fjármálaeftirlitsins á því hvort fjárfestingarsjóðum sé heimilt að fjárfesta í einkahlutafélögum en í lögunum er ekki lagt bann við slíkum fjárfestingum. Meira »

Fékk spritt í stað hægðarlosandi lyfs

11:20 Móðir 19 mánaða gamals drengs fékk afgreitt vitlaust lyf í apóteki og gaf honum Sólarspritt til inntöku í stað Sorbitol sem er hægðarlosandi lyf. Öndunarvegur drengsins lokaðist og hann hóstaði og kúgaðist. Foreldrar hans fóru beint með hann á bráðamóttökuna Meira »

Veiddu 630 tonn af makríl í nót

11:16 Tímamót urðu á dögunum þegar Börkur NK notaði nót við makrílveiðar í Síldarsmugunni en íslensk fiskiskip hafa ekki ekki beitt þeirri aðferð við veiðar á makríl frá því að þær hófust fyrir alvöru fyrir um áratug síðan. Meira »

Skerpa þarf á skilningi um hatursorðræðu

10:41 „Við þurfum að sýna hugrekki og þor og taka umræðuna,“ segir Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttisráðherra, um hatursorðræðu í íslensku samfélagi. Þorsteinn hélt opnunarávarp á ráðstefnu Æskulýðsvettvangsins um hatursorðræðu í íslensku samfélagi sem stendur nú yfir í Hörpu. Meira »

Þarf að láta kjósa sig inn á hvern fund

10:18 Theódóra Þorsteinsdóttir frétti af opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í fjölmiðlum og nefndin þurfi að kjósa um hvort hún fengi að sitja fundinn. Hún hefur látið nefndarritara vita af áhuga flokksins á að sitja fundi tengda málinu og óskað eftir fundarboðum. Meira »

Lækkun á fasteignaskatti eldri borgara

10:11 Afsláttur á fasteignaskatti ellilífeyris- og örorkuþega mun aukast umtalsvert á komandi ári, samkvæmt tillögu sem bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í gær. Meira »

Próflaus á 141 km hraða

09:36 Tæplega fertugur ökumaður sem mældist aka á 141 km hraða á Reykjanesbraut í gær hafði aldrei öðlast ökuréttindi. Þetta var í annað sinn sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af honum undir stýri. Meira »

Þörf á nýju rannsóknaskipi

10:10 Rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson lagði af stað í loðnuleiðangur í gær sem er 11 dögum seinna en áætlað var. Fram kemur á vef Hafrannsóknastofnunar að ástæða seinkunarinnar hafi verið bilun í einni af þremur stjórntölvum fyrir vélar skipsins. Meira »

Fórnarlambið á fimmtugsaldri

09:33 Kona á fimmtugsaldri var úrskurðuð látin á Landspítalanum í gærkvöldi, en þangað var hún flutt eftir að hafa orðið fyrir líkamsárás í fjölbýlishúsi í vesturbæ Reykjavíkur. Meira »

Ósonið gerir gæfumuninn

09:27 Eldislausnir eru stærsta þjónustufyrirtæki fyrir landeldi á Íslandi og býður alhliða lausnir fyrir fiskeldi. Eldislausnir eru í eigu þriggja fyrirtækja sem öll búa yfir mikilli þekkingu og reynslu úr fiskeldi og vinnu fyrir sjávarútveg. Meira »

Fá þrjú þúsund evrur vegna PIP-brjóstapúða

09:16 Meirihluti 200 íslenskra kvenna sem höfðuðu hópmálsókn gegn eftirlitsfyrirtækinu TÜV Rheinland fékk í gær greiddar bætur að fjárhæð þrjú þúsund evrur sem samsvarar rúmlega 386 þúsund krónum. Meira »

GAMMA sektað um 23 milljónir

08:52 Fjármálaeftirlitið og GAMMA Capital Management hf. hafa gert samkomulag um sátt vegna brots GAMMA sem viðurkenndi að hafa fimm sinnum brotið gegn lögum um verðbréfasjóði með því að fjárfesta í eignarhlutum í einkahlutafélögum fyrir hönd fjárfestingarsjóða í rekstri málsaðila og tilkynna ekki FME. Meira »

Þór Saari tekur þátt í prófkjöri Pírata

08:43 Þór Saari, hagfræðingur og fyrrverandi alþingismaður, ætlar að taka þátt í prófkjöri Pírata sem fram fer síðar í mánuðinum.  Meira »

„Mikill kraftur í Vestmannaeyjum“

08:18 „Stjórn fyrirtækisins hafði samband við mig og bauð mér ritstjórastólinn. Ég var búin að koma hugmyndum mínum á framfæri við hana og þeim var vel tekið,“ segir Sara Sjöfn Grettisdóttir, nýr ritstjóri Eyjafrétta frá 1. september sl. Meira »

Fjölgun mála með ólíkindum

07:57 „Það er með ólíkindum hvað koma mörg mál til okkar,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar en mjög mikil fjölgun hefur orðið á erindum og verkefnum sem koma inn á borð Persónuverndar. Meira »

Ofanflóðagarðar vígðir í Neskaupstað

08:27 Ný ofanflóðamannvirki á Tröllagiljasvæðinu í Neskaupstað voru vígð við hátíðlega athöfn í vikunni. Framkvæmdirnar voru unnar á árunum 2008 til 2017. Áhersla var lögð á að þær féllu sem best að umhverfinu og stuðluðu að bættri aðstöðu til útivistar. Meira »

Innkalla Mitsubishi Pajero

08:11 Hekla hefur tilkynnt innköllun á Mitsubishi Pajero árgerð 2007 til 2012 vegna öryggispúða frá framleiðandanum Takata. Málmflísar eru sagðar geta losnað úr púðahylkinu og valdið meiðslum en engin slík tilfelli hafa komið upp hér á landi eða í Evrópu. Meira »

Drengirnir ekki komnir inn í framhaldsskóla

07:49 Enn eru tveir fatlaðir 16 ára drengir ekki komnir með skólavist í framhaldsskóla nú í haust. Eins og komið hefur fram í fréttum var þeim báðum synjað um skólavist vegna plássleysis. Meira »
Fjórir stálstólar - nýtt áklæði - þessir gömlu góðu
Er með íslenska stáleldhússtóla, ný klædda, á 12.500 kr. stykkið. Sími 869-2798...
www.skutla.com sendibílar 867-1234
Rafknúin tröpputrilla fyrir ísskàpinn, þvottavélina, þurrkarann o.fl. Skutl, vör...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
 
Framhaldssölur
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsfundur varðar
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...
Fundarboð
Fundir - mannfagnaðir
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins ...