Segja áfengisfrumvarpið ógn við almannaheill

mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Áfengisfrumvarpið er ógn við almannaheill sem stangast á við stefnu stjórnvalda í áfengis- og vímuefnavörnum. Þá vinnur það gegn forvarnarstarfi sveitarfélaga auk þess að stangast á við aðgerðaráætlun Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar gegn lífsstílstengdum sjúkdómum sem og nýlega samþykktum heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Einnig vinnur frumvarpið gegn ákvæðum í barnasáttmálanum.

Þetta kemur fram í ályktun sem frístunda- og forvarnarfulltrúi Sandgerðisbæjar, félagsmálastjóri Sandgerðis, Garðs og Voga, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Garðs, frístunda- og menningarfulltrúi Voga, íþrótta- og tómstundafulltrúi Reykjanesbæjar og sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs Grindavíkurbæjar skrifuðu undir og sendu á fjölmiðla.

Hópurinn hvetur alþingismenn eindregið til þess að hafna frumvarpinu og benda á að embætti landlæknis, samtök lækna, heilbrigðisstarfsfólk og fjölmargir fagaðilar sem vinna að heilsueflingu og velferðarmálum hafi varað við þeirri breytingu sem felst í samþykkt frumvarpsins.

Tekið er fram að Íslendingar hafi unnið frábært forvarnastarf á undanförnum árum gegn áfengis- og vímuefnaneyslu barna og ungmenna, „náðst hefur árangur sem vakið hefur eftirtekt annarra þjóða.“

Bent er á að rannsóknir sýni að aukið aðgengi að áfengi leiði til aukinnar áfengisneyslu sérstaklega hjá ungmennum. Það á einnig til að auka tíðni einstaklingsbundinna og samfélagslegra vandamála samfara stórauknum samfélagslegum kostnaði.

Vitnað er í Alþjóðaheilbrigðisstofnunina sem segir árangursríkustu forvarnirnar gegn áfengi vera takmörkun á aðgengi, neyslustýringarskatt og bann við áfengisauglýsingum.

„Verði frumvarpið samþykkt hafa tvær af þremur virkustu forvarnaraðgerðum í áfengisforvörnum verið afnumdar,“ segir í álytkuninni. „Í frumvarpinu á að efla aðrar forvarnaraðgerðir sem rannsóknir hafa sýnt að hafa lítil sem engin áhrif á áfengisneyslu miðað við ofangreind atriði.“

Hópurinn óskar þess að alþingmenn taki alvarlega þær ábendingar og athugasemdir sem sérfræðingar hafa bent á og hagsmunir og velferð heildarinnar og lýðheilsusjónarmið verði höfð að leiðarljósi og frumvarpinu hafnað.

„Alþingismenn ættu að huga að hag íslenskra ungmenna í dag og í framtíðinni, frekar en rekstrarfræðilegum sjónarmiðum og breyta ekki sölufyrirkomulagi á áfengi sem er skynsamlegt eins og það er í dag. Við vildum gjarnan sjá alþingismenn beita sér fyrir því að koma allri sölu á hvers konar tóbaki inn í verslanir ÁTVR.

Einnig viljum við gera athugasemd við að málinu hafi ekki verið vísað til velferðarnefndar þar sem málið á heima, heldur eingöngu til allsherjar- og menntamálanefndar þar sem formenn beggja nefnda eru flutningsmenn áðurnefnds frumvarps,“ segir í ályktuninni en undir hana rita Rut Sigurðardóttir, frístunda- og forvarnafulltrúi Sandgerðisbæjar, Guðrún Björg Sigurðardóttir, félagsmálastjóri Sandgerðis, Garðs og Voga, Guðbrandur J. Stefánsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Garðs, Stefán Arinbjarnason, frístunda- og menningarfulltrúi Voga, Hafþór Barði Birgisson, íþrótta- og tómstundafulltrúi Reykjanesbæjar, og Björg Erlingsdóttir, sviðstjóri frístunda- og menningarsviðs Grindavíkurbæjar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Stormur, ofankoma og varasamir vindstrengir

07:00 App­el­sínu­gul viðvör­un er í gildi á Vest­fjörðum, Strönd­um, Norður­landi vestra, Norður­landi eystra og Suðaust­ur­landi, en norðan hvassviðri eða stormur verður á landinu í dag, með ofankomu um norðanvert landið og mjög hvössum vindhviðum undir Vatnajökli og víðar suðaustantil á landinu. Meira »

Reyndu að fela sig inni í fyrirtækinu

06:09 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst á fjórða tímanum í nótt tilkynning um að verið væri að brjótast inn í fyrirtæki í Árbæ. Hafði sá sem tilkynnti innbrotið séð grunsamlega menn með þar á ferðinni með vasaljós, en þjófarnir spenntu upp glugga til að komast inn í fyrirtækið. Meira »

Dæmt í máli Geirs í dag

05:30 Mannréttindadómstóll Evrópu í Strassborg kveður upp dóm sinn í máli Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, gegn íslenska ríkinu í dag. Meira »

Orkuveitan metur fýsileika niðurrifs

05:30 Sérfræðingar Orkuveitu Reykjavíkur meta nú kosti þess að rífa vesturbyggingu höfuðstöðva fyrirtækisins á Bæjarhálsi í Reykjavík. Meira »

Athugasemdir, þukl og dónabrandarar

05:30 „Þegar maður er í vinnunni, stendur og heldur ræðu, þá setja athugasemdir af kynferðislegum toga mann út af laginu.“   Meira »

Misjöfn viðkoma rjúpna

05:30 Viðkoma rjúpna virðist hafa verið góð á Vestfjörðum, Norðausturlandi og Austurlandi í sumar en lélegri á Vesturlandi og Suðurlandi. Meira »

Aðgangi að auðlind fylgir ábyrgð

05:30 „Þó svo það megi finna að regluverkinu og árangri eftirlitsins leysir það ekki skipstjórnarmenn og útgerðarmenn undan ábyrgðinni sem fylgir því að hafa aðgang að auðlindinni og mikilvægt að hafa í huga að þeir verða að axla ábyrgðina á gjörðum sínum.“ Meira »

Áhyggjur af flutningum

05:30 „Þrátt fyrir ófærð síðustu daga hafa flutningar gengið vel til þessa og ekki er hægt annað en að hrósa Vegagerðinni fyrir frammistöðuna,“ segir Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarlax á Bíldudal. Meira »

Möguleikar ÍNN skoðaðir

05:30 Forsvarsmenn Íslands nýjasta nýtt (ÍNN) skoða nú, í samráði við skiptastjóra, hvaða möguleikar standa sjónvarpsstöðinni til boða eftir að hún var tekin til gjaldþrotaskipta fyrr í mánuðinum. Meira »

Eykur á skortinn

05:30 Vísbendingar eru um að breytt samsetning heimila muni ýta undir skort á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum. Það mun sérstaklega koma fram í smærri íbúðum. Meira »

Skóflustunga að hjúkrunarheimili

Í gær, 23:50 Fyrsta skóflustungan að nýju hjúkrunarheimili við Sléttuveg var tekin í dag. Er það hluti af nýju 21 þúsund fermetra öldrunarsetri í Fossvogi. Skóflustunguna tóku þeir Guðmundur Hallvarðsson, fyrrverandi formaður Sjómannadagsráðs, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, og Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra. Meira »

Færri komust í flugið en vildu

Í gær, 22:46 „Þetta er sérstaklega vont þegar það er ófært landleiðina líka,“ segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect. Veður hefur hamlað flugsamgöngum til og frá Ísafirði í vikunni en veðurspár gera áfram ráð fyrir miklu hvassviðri víða um land. Meira »

Skipstjórinn fagnar rannsókninni

Í gær, 22:12 „Ég fagna þessari rannsókn af heilum hug,“ segir Víðir Jónsson, skipstjóri til 20 ára á Kleifabergi. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri útgerðarfélagsins Brims, sagði fyrr í kvöld að hann hygðist á morgun kæra myndband sem birt var í kvöldfréttum RÚV til lögreglu. Meira »

Forsendur fyrir stofnun hálendisþjóðgarðs

Í gær, 21:22 „Stofnun miðhálendisþjóðgarðs er fullkomlega gerleg. Það eru allar forsendur fyrir hendi. Það yrðu stórkostlegar framfarir ef Alþingi myndi samþykkja að stofna slíkan þjóðgarð,“ segir Árni Finnsson um miðhálendisþjóðgarð. Meira »

„Ég veit bara að ég er miður mín“

Í gær, 20:40 „Sum segja mig gera lítið úr kynferðisofbeldi með þessari fyrri færslu um sektarkennd vegna kynlífs sem ekki átti að eiga sér stað. Það var alls ekki ætlunin.“ Þetta skrifar þingmaðurinn fyrrverandi Gunnar Hrafn Jónsson á Facebook. Meira »

Fagna því að konur rjúfi þögnina

Í gær, 22:07 Ung vinstri græn, Uppreisn, Samband ungra framsóknarmanna, Ungir jafnaðarmenn, Ungir sjálfstæðismenn og Ungir píratar fagna því að konur séu að stíga fram og rjúfa þögnina um kynferðislega áreitni, ofbeldi og valdbeitingu innan stjórnmála. Meira »

Vitlaust veður næstu tvo sólarhringa

Í gær, 20:48 Vaxandi lægð fyrir austan land ásamt öflugri hæð yfir Grænlandi veldur því að næstu tvo sólarhringa verður nær samfellt hríðarveður með skafrenningi frá Vestfjörðum og austur á land. Meira »

Vinningsmiði keyptur í Noregi

Í gær, 20:20 Fyrsti vinn­ing­ur gekk ekki út í Vík­ingalottó­inu í kvöld en einn hlaut annan vinning. Sá heppni keypti miðann í Noregi en hann hlýtur 381 milljón í sinn hlut. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Sjá: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ&feature=channel Facebook > Mag...
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar gerðir, oftast afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Sími 848 3215...
Rafhlöður fyrir neyðarljós allar gerðir
Með lóðeyrum, vírum eða tengjum. Smíðum allar gerðir af neyðarljósarafhlöðum . N...
 
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
L helgafell 6017112219 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017112219 HogV IV/V M...
Samþykkt breyting á deiliskipulagi
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi Da...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...