Sneri við yfir Grænlandi og lenti

Þotan á Keflavíkurflugvelli.
Þotan á Keflavíkurflugvelli. mbl.is/Hilmar Bragi

Farþegaþota hollenska flugfélagsins KLM, sem á leið var frá Amsterdam í Hollandi til Los Angeles í Bandaríkjunum, neyddist til að lenda á Keflavíkurflugvelli nú rétt eftir hádegi. Vélin sneri við þar sem hún var á leið yfir Grænland í vesturátt. 

Ástæða lendingarinnar mun vera veikindi eins farþegans, samkvæmt upplýsingum frá Isavia.

Á vef Víkurfrétta segir að sjúkrabíll frá Brunavörnum Suðurnesja hafi beðið vélarinnar. Er nú verið að koma farþeganum undir læknishendur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert