Vilja viðræður um mislæg gatnamót og Sundabraut

Mislæg gatnamót Kringlumýrarbrautar og Bústaðavegar. Halldór Halldórsson tekur þau sem …
Mislæg gatnamót Kringlumýrarbrautar og Bústaðavegar. Halldór Halldórsson tekur þau sem dæmi um mannvirki sem ekki sé áberandi í umhverfinu. Umferðarmannvirki þurfi ekki endilega að vera risastór og ljót. mbl.is/Ómar Óskarsson

Á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í dag munu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins flytja þrjár tillögur sem snúa að samgöngumannvirkjum og umferðaröryggi.

Í fyrsta lagi flytja þeir tillögu um mislæg gatnamót við Reykjanesbraut og Bústaðaveg. Að sögn Halldórs Halldórssonar, oddvita sjálfstæðismanna, gengur tillagan út á það að taka upp viðræður við Vegagerðina um þessi gatnamót. Jafnhliða þyrfti Reykjavíkurborg að hefja vinnu við að taka gatnamótin inn á aðalskipulag en þau voru tekin út af skipulaginu á sínum tíma.

„Tíminn sem fer í að breyta aðalskipulaginu ætti að haldast í hendur við þann tíma sem ríkið hefur til þess að tryggja fjárveitingu til verkefnisins,“ segir Halldór í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.  Og bætir við að það sé ríkur vilji bæði af hálfu samgönguráðherra og Vegagerðarinnar að ráðast í þetta verkefni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert