Hefja samstarf um jarðhita

Ísland er lengst komið í hitaveituvæðingu í heiminum.
Ísland er lengst komið í hitaveituvæðingu í heiminum. mbl.is/Kristján Kristjánsson

Kynningarfundur um nýtt samstarfsverkefni á sviði jarðhitarannsókna, GEOTHERMICA, var haldinn í gær, en að samstarfinu standa Evrópusambandið og 13 Evrópulönd, þ.ám. Ísland.

Í verkefninu felst m.a. að íslenskir vísindamenn haldi út og hjálpi til við að heimfæra jarðhitalausnir á Evrópskri grundu.

Orkustofnun fer fyrir verkefninu fyrir Íslands hönd og ein milljón evra hefur verið lögð í sjóð verkefnisins, sem telur alls um 30 milljónir. Að sögn Guðna A. Jóhannessonar orkumálastjóra munu ein til tvær milljónir evra skila sér til baka.

„Það má segja að bæði séum við það land sem lengst er komið í hitaveituvæðingu í heiminum og á undanförnum árum og áratugum hafa verið byggðar nokkrar jarðhitavirkjanir hér. Menn líta til þess að það er reynsla hér,“ segir Guðni í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert