Kostnaðarþátttaka úr takti við barnasáttmála

Nemendur í 9. bekk Háteigsskóla afhenda heilbrigðisráðherra undirskriftirnar.
Nemendur í 9. bekk Háteigsskóla afhenda heilbrigðisráðherra undirskriftirnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í dag afhentu Barnaheill Kristjáni Þór Júlíussyni, mennta- og menningarmálaráðherra, áskorun um að afnema gjaldtöku fyrir námsgögn grunnskólanema. Með áskoruninni fylgdi undirskriftalisti á sjötta þúsund manns sem höfðu skrifað undir áskorunina á heimasíðu Barnaheilla.

Auk framkvæmdastjóra Barnaheilla voru það nemendur í 9. bekk Háteigsskóla sem afhentu áskorunina. 

Barnaheill hefur undanfarin þrjú ár vakið athygli á þessum kostnaði. Segir í tilkynningu frá samtökunum að kostnaðurinn sé ekki aðeins töluverður baggi fyrir barnafjölskyldur, heldur sé sú hefð að foreldrar beri þennan kostnað í ósamræmi við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Sá samningur hafi verið lögfestur hér á landi árið 2013.

Í sáttmálanum segir að börnum skuli tryggð gjaldfrjáls grunnmenntun og segja samtökin kostnaðarþátttöku foreldra því í raun ólöglega. Skorað er á yfirvöld að vinna að þessum breytingum eins fljótt og auðið er svo innkaupalistar verði ekki sendir út fyrir næsta skólaár.

Barnaheill skora á stjórnvöld að vinna að því að fella …
Barnaheill skora á stjórnvöld að vinna að því að fella út kostnaðarþátttöku foreldra á námsgögnum. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert