Skoða aðrar leiðir við útgáfu námsefnis

Menntamálastofnun gefur að langmestu leyti út það námsefni sem grunnskólarnir …
Menntamálastofnun gefur að langmestu leyti út það námsefni sem grunnskólarnir í landinu nota. mbl.is/Golli

„Flestir sem um þessi mál véla horfa til þess að fyrirkomulagið sé barn síns tíma og það beri að skoða aðrar leiðir.“

Þannig mælir Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, í Morgunblaðinu í dag, en fyrirkomulag á útgáfu námsefnis til grunnskóla er til endurskoðunar í ráðuneytinu.

„Við erum með ákvæði í stjórnarsáttmálanum um að ríkið færi útgáfu námsefnis til sjálfstæðra útgefenda. Ég hyggst vinna að því að það geti með einhverjum hætti náð fram að ganga. Við erum að undirbúa það í ráðuneytinu að gera einhverjar breytingar á þessu fyrirkomulagi,“ segir Kristján Þór ennfremur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert