Stálu fatnaði og lyklum í Bústaðakirkju

Bústaðakirkja
Bústaðakirkja mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Yfirhöfnum í fatahengi, bíllyklum og fleiru var stolið úr Bústaðakirkju í Reykjavík síðdegis á mánudag.

Að sögn Pálma Matthíassonar sóknarprests er langt síðan svona hefur gerst í kirkjunni, en brögð voru að þessu fyrir nokkrum árum. Kirkjan er nú vöktuð með myndavélabúnaði sem bægt hefur vágestum frá.

„Svona mál koma alltaf öðru hvoru,“ segir Heimir Ríkarðsson, lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Þjófar fara inn skóla, íþróttahús, þjónustumiðstöðvar og annars staðar þar sem er lítil gæsla og grípa þar yfirhafnir og fleira. Oft er líka eftir talsverðu að slægjast, því vandaðar kuldaúlpur geta verið 100 þúsund króna virði. Þetta er mjög dapurlegt.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert