Holtavörðuheiði lokuð vegna óhapps

Hvasst er á Holtavörðuheiði.
Hvasst er á Holtavörðuheiði. mbl.is/Gúna

Önnur akreinin er lokuð á hluta af Holtavörðuheiði eftir að vörubíll missti gám af bílnum þar fyrr í morgun. Unnið er að því að koma tækjum á staðinn til að koma gámnum af veginum en mikið rok er á svæðinu.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Blönduósi verður veginum lokað í einhverja stund þegar gámnum verður náð af veginum.

Eins og kom fram í tilkynningu frá Vegagerðinni hvasst á Vesturhluta landsins og búast má við stormi eða roki og vindhviðum allt að 35 m/s á norðanverðu Snæfellsnesi og víðar á NV-verðu landinu fram eftir degi.

Uppfært kl 11:06: Vegagerðin er búin að opna Holtavörðuheiði fyrir umferð á ný.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert