Engar óeðlilegar afbókanir

Ferðamenn á hóteli. Enn sem komið er hefur styrking krónunnar …
Ferðamenn á hóteli. Enn sem komið er hefur styrking krónunnar ekki mikil áhrif á aðsókn að gistingu á hótelum landsins. mbl.is/Árni Sæberg

Styrking krónunnar hefur enn sem komið er lítil sem engin áhrif haft á hótelbókanir hér á landi. Samkvæmt upplýsingum frá stærstu hótelkeðjum landsins lítur komandi sumar mjög vel út og næsta haust og vetur líka. Eitthvað er þó um afbókanir núna en ekkert sem telst vera óeðlilegt.

„Á þessum árstíma er alltaf hreinsunartími hjá ferðaskrifstofunum fyrir sumarið og því berst nokkuð af afbókunum. Þær eru kannski örlítið fleiri núna en venjulega á þessum árstíma og þá sérstaklega frá Þjóðverjum en þeir eru viðkvæmari fyrir verðbreytingum en aðrar þjóðir,“ segir Svala Haraldsdóttir, sölu- og bókunarstjóri hjá Keahótelum.

Plássin fyllast strax

„Það er aðeins búið að ýkja þetta með afbókanir, þó að þær séu örlítið fleiri en venjulega þá fer þessi árstími alltaf í það að hreinsa upp og afbóka, þetta tengist ekki bara stöðu krónunnar heldur líka verklagi hjá ferðaskrifstofum. Við erum með biðlista og um leið og afbókast fyllist plássið strax,“ segir Svala í fréttaskýringu um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert