Hlutfall Reykjavíkur lækkar 20. árið í röð

Hlutfall Reykvíkinga á höfuðborgarsvæðinu lækkar og lækkar.
Hlutfall Reykvíkinga á höfuðborgarsvæðinu lækkar og lækkar. mbl.is/Árni Sæberg

Hlutfall Reykvíkinga af íbúafjölda á höfuðborgarsvæðinu lækkaði tuttugasta árið í röð í fyrra. Hlutfallið var rúm 65% árið 1998 en var komið undir 57% um síðustu áramót.

Þetta kemur fram þegar rýnt er í nýjar tölur Hagstofu Íslands yfir mannfjöldaþróun á Íslandi, sem um er fjallað í Morgunblaðinu í dag.

Til marks um lækkandi hlutfall Reykjavíkur fjölgaði Kópavogsbúum meira en Reykvíkingum á tímabilinu 2013 til 2017, eða um 3.520 borið saman við 3.482 í Reykjavík. Þá fór samanlögð íbúafjölgun í Garðabæ og Hafnarfirði nærri íbúafjölgun í Reykjavík. Þar fjölgaði íbúum um 3.253. Alls fjölgaði íbúum á höfuðborgarsvæðinu um 11.188 á árunum 2013 til 2017 og þar af fjölgaði Reykvíkingum um 3.482. Það samsvarar rúmu 31 prósentustigi af heildarfjölguninni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert