Óvissuástand í Ólafsfjarðarmúla

Hrísey og Tröllaskaginn í baksýn. Vegna hlýnandi veðurs er nú …
Hrísey og Tröllaskaginn í baksýn. Vegna hlýnandi veðurs er nú aukin snjóflóðahætta á Sigurfjarðarvegi og í Ólafsfjarðarmúla. mbl.is/Árni Sæberg

Lýst hefur verið yfir óvissuástandi í Ólafsfjarðarmúla að sögn lögreglunnar á Siglufirði.  Á vef Vegagerðarinnar segir að vegna hlýnandi veðurs sé aukin snjóflóðahætta á Sigurfjarðarvegi og í Ólafsfjarðarmúla.

Ekki hefur þó enn verið lokað á umferð á þessum slóðum að sögn lögreglu.

Í spá Veðurstofunnar fyrir næstu daga segir að bú­ast megi við hvassviðri eða stormi á land­inu næstu daga. Skipt­ast mun á sunna­nátt með rign­ingu og hlý­ind­um ann­ars veg­ar og hins veg­ar sval­ari suðvestanátt með élj­um eða skúr­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert