Rekstraróvissa viðbúin verði kerfinu ekki breytt

Heiðar Ingi Svansson framkvæmdastjóri Iðnú
Heiðar Ingi Svansson framkvæmdastjóri Iðnú mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Heiðar Ingi Svansson, framkvæmdastjóri bókaútgáfunnar Iðnú, segir að mikil óvissa sé um framtíð fyrirtækisins, verði breytingar ekki gerðar á fyrirkomulagi á útgáfu námsbóka fyrir grunn- og framhaldsskóla.

„Það blasir við að kerfið þarfnast að minnsta kosti endurskoðunar. Við getum hvorki fullyrt að kerfið sem við höfum sé gott eða að það fullnægi þeim kröfum sem við gerum, að Menntamálstofnun hafi nánast einokun á þessum markaði,“ segir Heiðar Ingi í Morgunblaðinu í dag.

Hann bætir því við að Námsgagnasjóður, sem ætlaður er grunnskólum til kaupa á námsefni til viðbótar við það sem Menntamálastofnun gefur út, sé illa fjármagnaður, það sé hluti vandans. Aðspurður segist hann telja að námsbækur yrðu ekki dýrari ef þær yrðu gefnar út af almennum bókaútgáfum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert