Tilvalið að þróa hér líftæknilyf

„Við erum á meðal 20 fyrirtækja sem eru að ryðja …
„Við erum á meðal 20 fyrirtækja sem eru að ryðja brautina,“ segir Róbert Wessman, stjórnarformaður Alvotech.

Á Íslandi er tilvalið að þróa og framleiða líftæknilyf, meðal annars vegna þess að frumlyfjafyrirtækin hafa ekki sótt um einkaleyfi hér á landi.

Þetta kemur fram í viðtali við Róbert Wessman, stjórnarformann Alvotech, í ViðskiptaMogganum  í dag. Fyrirtækið þróar og framleiðir svokölluð hliðstæðulyf af líftæknilyfjum. Í einföldu máli má líkja hugtakinu hliðstæðulyfjum við samheitalyf.

„Það getur hæglega kostað tólf milljarða króna að þróa eitt slíkt lyf og það tekur um sjö ár. Til samanburðar kostar um það bil 300-500 milljónir króna að þróa hefðbundið samheitalyf vegna þess að tæknin er allt önnur,“ segir Róbert í samtalinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert