50 stöðvar hafa leyfi til framleiðslu á 50 þús. tonnum

Tálknafjörður. Fiskeldi er orðið stóriðjan á sunnanverðum Vestfjörðum.
Tálknafjörður. Fiskeldi er orðið stóriðjan á sunnanverðum Vestfjörðum. mbl.is/Guðlaugur Albertsson

Um 50 fiskeldisfyrirtæki hafa rekstrarleyfi hjá Matvælastofnun til framleiðslu á rúmlega 50 þúsund tonnum af fiski á ári. Fyrirtækin nýta ekki leyfin nema að hluta því heildarframleiðslan var um 15 þúsund tonn á síðasta ári.

Langstærstu leyfin hefur Arnarlax á Bíldudal, 15 þúsund tonn. Sex stærstu stöðvarnar eru með leyfi fyrir 42 þúsund tonna framleiðslu eða yfir 80% heildarleyfanna. Tvö fyrirtæki eru á þröskuldinum með að fá leyfi fyrir samtals 12 þúsund tonnum til viðbótar. Mesti fjöldinn er í litlum bleikjustöðvum.

Fyrirtæki í sjókvíaeldi hafa sótt um leyfi til að framleiða alls um 185 þúsund tonn á ári. Burðarþol hefur verið metið í sjö fjörðum og það er samtals um 125 þúsund tonn, að því er fram kemur í fréttaskýringu um sjókvíaeldi hér við land í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert