Fá endurgreitt eftir 13 ára gjaldskrá

Um helmingur fólks eldra en 67 ára fór til tannlæknis …
Um helmingur fólks eldra en 67 ára fór til tannlæknis á síðasta ári. Að mati viðmælenda Morgunblaðsins er ástæðan mikill kostnaður. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Miðað er við 13 ára gamla gjaldskrá við útreikning endurgreiðslu tannlæknakostnaðar eldri borgara og því fá þeir í raun um helmingi lægri endurgreiðslu en reglugerð kveður á um.

Um helmingur ellilífeyrisþega fer ekki til tannlæknis vegna mikils kostnaðar, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta efni í Morgunblaðinu í dag.

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra segir þar að ekki sé gert ráð fyrir breytingum á þessari endurgreiðslu á fjárlögum þessa árs.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert