Innanlandsflug liggur niðri

Innanlandsflug liggur nú niðri vegna veðurs.
Innanlandsflug liggur nú niðri vegna veðurs. mbl.is/RAX

Allt innanlandsflug á landinu liggur nú niðri vegna veðurs. „Það er veðrið sem er yfir landinu í dag sem gerir það að verkum að við erum ekki að ná að fljúga innanlands,“ segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugvélags Íslands.

Einni vél frá flugfélaginu Erni tókst nú í morgun að fljúga frá Vestmannaeyjum, þar sem veðurskilyrði eru hagstæðari, til Reykjavíkur og þá hafa tvær vélar farið til Grænlands. „En það er það mikið að veðrinu hér yfir landinu að við getum ekki flogið hefðbundið innanlandsflug,“ sagði Árni.

Næst verður athugað með flug klukkan 12.15 og bendir Árni þeim sem eiga bókað flug að fylgjast með á netinu. „Svo reynum við koma skilaboðum til þeirra farþega sem við erum með símanúmer eða netfang hjá og upplýsa þá um stöðuna.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert