Sameinast um aðgerðir gegn ofbeldi

Ráðherrar félags- og jafnréttismála, mennta- og menningarmála, heilbrigðismála og dómsmála …
Ráðherrar félags- og jafnréttismála, mennta- og menningarmála, heilbrigðismála og dómsmála við undirritun. mbl.is/Golli

Ráðherrar mennta- og menningarmála, heilbrigðis-, dóms- og félags- og jafnréttismála undirrituðu samstarfsyfirlýsingu um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess í dag.

„Yfirlýsingin byggir á samstarfsyfirlýsingu frá árinu 2014 sem fyrrum ráðherrar þessara málaflokka undirrituðu. Ráðherrar eru sammála um að halda verkefninu áfram með áherslu á samráð á landsvísu milli félagsþjónustu, barnaverndaryfirvalda, mennta- og heilbrigðiskerfis, lögreglu og ákæruvalds, í því skyni að efla aðgerðir gegn ofbeldi í íslensku samfélagi,“ segir í samstarfsyfirlýsingunni.

Samstarfinu eru einkum ætlað að ná til ofbeldis gegn börnum, ofbeldis í nánum samböndum kynferðislegs, andlegs og líkamlegs ofbeldis og ofbeldis gagnvart fötluðu fólki og öðrum berskjölduðum hópum.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert