Fjölmennt á fundi um tvöföldun Reykjanesbrautarinnar: Umferðaröryggi verði sett í forgang sem allra fyrst

Fjölmenni var á fundinum í Stapa.
Fjölmenni var á fundinum í Stapa. Víkurfréttir/Páll Ketilsson.

Á annað hundrað manns mætti á íbúafund í Stapa í Hljómahöllinni í gærkvöldi þar sem tvöföldun Reykjanesbrautar var til umræðu og hátt í þúsund manns horfði á beint streymi Víkurfrétta frá fundinum.

Suðurnesjamönnum er umhugað um málið í ljósi umferðarþungans á svæðinu og slysahættunnar sem honum fylgir en undanfarin ár hefur verið baráttumál að ljúka endurbótum sem allra fyrst.

Fundurinn var haldinn á vegum Reykjanesbæjar til að kynna stöðu mála og gefa íbúum tækifæri til að bera fram spurningar. Fjallað er um öryggismál og slys á Reykjanesbrautinni í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert