Fjórir með réttarstöðu sakbornings

Fangelsið Litla-Hraun.
Fangelsið Litla-Hraun. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Fjórir fangaverðir hafa réttarstöðu sakbornings vegna atviks á Litla-Hrauni í ársbyrjun sem er til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi.

Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir í samtali við Morgunblaðið að einn fangavarðanna hafi réttarstöðu sakbornings vegna framgöngu sinnar við fanga sem hafði kveikt í fangaklefa sínum.

Atvikið náðist á upptöku. Hinir þrír hafa réttarstöðu sakbornings vegna rannsóknar lögreglu á því hvort þeir hafi brotið gegn starfsskyldum sínum með því að tilkynna ekki málið til yfirmanna sinna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert