Íbúðaskortur um allt land

Störfum er víðast að fjölga en hörgull er á húsnæði, …
Störfum er víðast að fjölga en hörgull er á húsnæði, m.a. vegna Airbnb-væðingar mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Íbúðaskortur er ýmist brostinn á eða í uppsiglingu úti á landi. Fólki fjölgar víða eða þarf nauðsynlega að fjölga en skortur á húsnæði er jafnvel að halda aftur af þeirri þróun.

Skýringin liggur að hluta til í lágu fasteignaverði sem þó fer hækkandi. „Það er orðið of lítið framboð á húsnæði hjá okkur,“ segir Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings, í úttekt Sunnudagsblaðsins.

„Vandamálið í því sambandi hefur aðallega verið samspil söluandvirðis eigna á markaði á móti byggingarkostnaði sem aftrað hefur uppbyggingu til þessa, en sem betur fer höfum við verið að sjá um þriðjungs hækkun á fasteignaverði undanfarið ár eða svo, alla vega á Húsavík, vegna uppbyggingarinnar sem er að eiga sér stað í atvinnulífinu hjá okkur. Þetta mun ýta undir nauðsynlega fjölgun íbúða á svæðinu.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert