Jarðarstund haldin í kvöld

Eiffel-turninn í París skömmu fyrir Jarðarstund í fyrra.
Eiffel-turninn í París skömmu fyrir Jarðarstund í fyrra. AFP

Svokölluð Jarðarstund fer fram í kvöld á milli klukkan 20.30 og 21.30. Markmið hennar er að hvetja íbúa heims til aðgerða gegn loftslagsbreytingum með því að slökkva ljósin í eina klukkustund og sýna með því fram á vitundarvakningu.

Þetta kemur fram á vefsíðu Orkubús Vestfjarða.

Náttúruverndarsamtökin World Wildlife Fund skipulögðu Earth Hour í fyrsta sinn árið 2007 þegar ljósin voru slökkt í einni borg, Sydney í Ástralíu. Jarðarstundin á því 10 ára afmæli árið 2017. Í dag erum  7,000 borgir í 178 löndum sem hafa látið vita um þátttöku.

Manhattan í New York.
Manhattan í New York. AFP

Flest sveitarfélög á Vestfjörðum ætla að taka þátt í Jarðarstund í ár en bæði einstaklingar, félög borgir og bæir geta tekið þátt og skráð viðburð á earthhour.org, að því er segir á síðunni.

Frá Jarðarstund í miðborg Reykjavíkur.
Frá Jarðarstund í miðborg Reykjavíkur. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Allir eru hvattir til að taka þátt í Jarðarstundinni og kveikja ekki á rafmagnsljósum milli kl. 20:30 og 21:30 laugardaginn 25. mars. Njótum myrkurs, skoðum stjörnurnar og kveikjum svo á kertum og hugsum um hvað við getum lagt af mörkum til að bæta umhverfið og vinna gegn loftslagsbreytingum,“ segir á vefsíðunni.

Tókýó í Japan.
Tókýó í Japan. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert