Polar Amaroq með mestan loðnuafla

Polar Amaroq við bryggju á Norðfirði.
Polar Amaroq við bryggju á Norðfirði. Ljósmynd/Sigurður Aðalsteinsson

Grænlenska skipið Polar Amaroq var aflahæsta skipið á nýliðinni loðnuvertíð að því er fram kemur á vefsíðu Síldarvinnslunnar.

Var afli skipsins 16.179 tonn og er haft eftir Geir Zöega skipstjóra að á fimmtán vertíðum hans hafi hann aldrei séð annað eins magn af loðnu og nú. Aðeins hafi þurft tvö til fjögur köst til að fylla skipið.

Polar Amaroq var eitt þeirra skipa sem tóku þátt í loðnuleitarleiðöngrum Hafrannsóknastofnunar skömmu eftir áramót.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert