Stórhýsi rís við Hótel Cabin

Húsið verður U-laga í stöllum og mun rísa fyrir aftan …
Húsið verður U-laga í stöllum og mun rísa fyrir aftan Hótel Cabin, sem sést lengst til hægri.

Á vef Reykjavíkurborgar hefur verið auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi lóðar númer 34-36 við Borgartún.

Þarna á að rísa stórhýsi, alls 11.250 fermetrar með 86 íbúðum og verslunarrými. Lóðin er bak við húsið Borgartún 32. Í því húsi er nú starfrækt Hótel Cabin en fyrir mörgum áratugum var hinn landsfrægi skemmtistaður Klúbburinn með starfsemi sína þar.

Á fyrirhugaðri byggingarlóð hefur ferðaþjónustufyrirtækið Guðmundur Jónasson hf. verið með starfsemi um árabil. Hús sem fyrir eru á lóðinni verða rifin, þar á meðal gamlar verkstæðisbyggingar sem eru í slæmu ástandi. Lóðin hefur verið í niðurníðslu um langa hríð, að því er fram kemur í umfjöllun um byggingaráform þessi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert