30 ár frá vígslu Árbæjarkirkju

Séra Petrína Mjöll Jóhannesdóttir, frú Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, og …
Séra Petrína Mjöll Jóhannesdóttir, frú Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, og séra Þór Hauksson sóknarprestur tóku skóflustunguna að nýju safnaðarheimili Árbæjarkirkju. Á myndina vantar séra Guðmund Þorsteinsson. Ljósmynd/Katrín J. Björgvinsdóttir

Haldið var upp á 30 ára vígsluafmæli Árbæjarkirkju með hátíðarguðsþjónustu í dag. Yfir 300 manns sóttu guðsþjónustuna að sögn sóknarprests en að henni lokinni var tekin fyrsta skóflustungan að Safnaðar- og menningarheimili Árbæjarkirkju. 

Líkt og viðstaddir urðu varir við rigndi líkt og hellt væri úr fötu á meðan skóflustungan var tekin. Það voru biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, séra Guðmundur Þorsteinsson, fyrrverandi sóknarprestur og prófastur, séra Petrína Mjöll Jóhannesdóttir og séra Þór Hauksson sóknarprestur, sem tóku fyrstu skóflustunguna. Létu þau ekki regnið á sig fá.

„Við vorum bara mjög ánægð með þetta og gaman að sjá líka svona mörg andlit sem hafa komið þarna að í gegnum tíðina, og svo náttúrulega ný andlit líka,“ segir Þór Hauksson, í samtali við mbl.is. 

Ekki liggur ljóst fyrir enn þá hvenær byggingu safnaðarheimilisins verður lokið en kveðst Þór virkilega ánægður með að verkið sé hafið. Hann segir mikinn samhug vera meðal fólksins í hverfinu. „Maður finnur það alveg að fólki þykir vænt um kirkjuna sína,“ segir Þór. „Við höfum lagt áherslu á að kirkjan er fyrir alla, alla aldurshópa, börn og gamalmenni og allt þar á milli.“

Sr. Guðmundur Þorsteinsson ásamt Dóru Guðbjörtu Jónsdóttur gullsmið sem hannaði …
Sr. Guðmundur Þorsteinsson ásamt Dóru Guðbjörtu Jónsdóttur gullsmið sem hannaði skírnarskálina í Árbæjarkirkju sem sr. Guðmundur gaf kirkjunni. Ljósmynd/Katrín J. Björgvinsdóttir
Það var hellidemba á meðan skóflustungan var tekin.
Það var hellidemba á meðan skóflustungan var tekin. Ljósmynd/Þorkell Heiðarsson
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands.
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Ljósmynd/Katrín J. Björgvinsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert