Bankakerfi verði ekki „dragbítur“

Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálstæðisflokksins.
Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálstæðisflokksins. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Auka þarf traust á íslenska bankakerfinu en það hefur ekki tekist fram að þessu. Einnig þarf að taka ákvarðanir um framtíðarsýn um peningastefnu ríkisins. Þetta kom fram í umræðuþættinum Silfrinu á Rúv þegar rætt var um kaup á Arion banka.

Gestir þáttarins voru Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Kviku.

Okkur hefur ekki tekist að byggja upp traust á bönkum og traust í samfélaginu. Lykilatriði er gagnsæi og trúverðugleiki. Þetta sagði Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Kviku. Hann sagði brýnt að hluthafar í bönkunum væru virkir. 

Bankarnir hafa verið munaðarlausir frá stofnun. Það sem þarf er virkir hluthafar sem taka ákvarðanir. Fólk furðar sig á hagnaði því það er mikið eigið fé í þeim, sagði Sigurður. Hann benti á að bankarnir væru í  annarri hliðarþjónustu sem ekki  væri augljóst að tilheyrði slíkri starfsemi og þetta þyrftu hluthafar að móta betur. Hann sagði jafnframt að ekki væri vitað  á þessari stundu hverjar fyrirætlanir þeirra væru.

Þurfa að gera grein fyrir ætlunum sínum 

Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók í sama streng og Sigurður og sagði grundvallaratriði að bankarnir skapi traust hjá almenningin því um það snýst bankaþjónusta í grunninn.

Hann sagði mikilvægt að þeir „væru ekki dragbítar á lífskjör fólks“ og að þessir kaupendur þurfi að gera grein fyrir sínum málum. 

Logi greip einnig þennan bolta á lofti og sagði að eigendurnir þyrftu að gera grein fyrir sínum áætlunum. Hann kallaði einnig eftir framtíðarsýn um bankakerfið á Íslandi sem hefði ekki verið nægilega mikið rætt á Alþingi. 

Hanna Katrín var einnig sammála um að það þyrfti að fá að vita meira um eigendur. Hins vegar benti hún á að regluverkið í kringum fjármálafyrirtæki væri orðið annað í dag en það var. Hún tók fram að salan á bönkunum færi beint í að greiða niður skuldir ríkisins.  

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Kviku.
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Kviku. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fleiri ákvarðanir

Sigurður benti á að það þyrfti að móta fjármálastefnu ríkisins og taka ákvarðanir. „Vandamálið er að það er engin samstaða um leið. Það vantar framtíðarsýn og ég myndi gjarnan vilja sjá stjórnmálin taka meiri ákvarðanir,“ sagði Sigurður. 

Hanna Katrín sagði að slíkt yrði gert en þetta tæki allt tíma og verið væri að vinna að þessum hlutum. 

Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar.
Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert