Rigning eða súld í dag en hlýjast austanlands

Veðurstofan spáir blautum degi í dag.
Veðurstofan spáir blautum degi í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gert er ráð fyrir suðvestanátt í dag með 5-13 metrum á sekúndu og súld eða rigningu en dálítilli snjókomu norðvestan til. Hiti verður á bilinu 1 til 13 stig, hlýjast austanlands. Á morgun er spáð hægum vindi og björtu veðri, hiti 2-8 stig að deginum. Þetta kemur fram í spá Veðurstofu Íslands. 

Fram eftir vikunni er útlit fyrir þurrt veður og hita á bilinu 1 til 7 stig að deginum. Á þriðjudag og miðvikudag er hins vegar gert ráð fyrir austanátt, 5-15 metrum á sekúndu og hvassast við suðurströndina. Austanáttin heldur áfram á fimmtudag með dálítilli rigningu á suður- og suðausturlandi en verður víða léttskýjað norðanlands.

Á föstudag og laugardag er gert ráð fyrir norðaustlægri átt og lítils háttar rigningu eða slyddu með köflum, hiti 1 til 7 stig að deginum.

Sjá veðurvef mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert