Harðari samkeppni en margar girðingar

Gagnaver Thor Data Center í Hafnarfirði gangsett við hátíðlega athöfn.
Gagnaver Thor Data Center í Hafnarfirði gangsett við hátíðlega athöfn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samkeppni gagnavera hér á landi við önnur lönd fer vaxandi, að sögn Jóhanns Þórs Jónssonar, formanns Samtaka gagnavera.

Ísland hafi lengi búið að því að vera með hagstæðara raforkuverð en keppinautar í öðrum löndum og þannig getað tryggt lengri tíma samninga á hagstæðum verðum. Þetta hefur hins vegar breyst hratt á undanförnum misserum og í dag er veruleg umframeftirspurn eftir raforku.

Forsvarsmenn gagnavera hafa áhyggjur af rekstraröryggi gagnatengingar við útlönd og vilja líka að horft verði til raforkumarkaðarins og þess umhverfis sem íslensk gagnaver keppa í, segir Jóhann í umfjöllun um umhverfi gagnavera á Íslandi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert