Setja ramma um skortsölu

Skortsala er þegar eign, t.d. hlutabréf, er fengin að láni …
Skortsala er þegar eign, t.d. hlutabréf, er fengin að láni og hún síðan strax seld í þeirri von að hún hafi lækkað í verði þegar lánstími er liðinn. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ráðgert er að bönd verði sett á skortsölu á næstunni, en fjármála- og efnahagsráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi á föstudag frumvarp til laga um skortsölu.

Felur frumvarpið í sér innleiðingu á reglugerð Evrópusambandsins (ESB) nr. 236/2012 um skortsölu og skuldatryggingar.

Ráðherrann segir ætlunina ekki að banna skortsölu, heldur sé aðeins um ramma um þessa tegund viðskipta að ræða.

„Það er verið að setja lagaramma utan um þetta og eftirlit eins og gildir um svo margt annað. Ég býst ekki við að þetta muni hafa mikil áhrif hér á landi, að minnsta kosti ekki fyrst um sinn,“ segir Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert