Stofnstrengur í ljósleiðarakerfi slitnaði

Stofnstrengur í ljósleiðarakerfi Gagnaveitu Reykjavíkur við Sundhöllina slitnaði í morgun.
Stofnstrengur í ljósleiðarakerfi Gagnaveitu Reykjavíkur við Sundhöllina slitnaði í morgun. mbl.is/Golli

Jarðvinnuverktaki sem var að vinna við Sundhöll Reykjavíkur við Barónsstíg sleit í sundur stofnstreng í ljósleiðarakerfi Gagnaveitu Reykjavíkur í morgun.

Samkvæmt upplýsingum frá Gagnaveitunni er um að ræða 96 leiðara stofnstreng sem þjónustar fyrirtæki á svæðinu og af þeim sökum liggur netsamband niðri hjá ýmsum fyrirtækjum í grennd við Sundhöllina.

Viðgerð er hafin og fyrstu samböndin eru þegar byrjuð að detta inn og vonast er
eftir að viðgerð ljúki um átta í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert