Útgefandi vill Gæsahúð úr hillum

Bókin Villi vampíra er í bókaflokknum Gæsahúð fyrir eldri.
Bókin Villi vampíra er í bókaflokknum Gæsahúð fyrir eldri. Ljósmynd/vefsíða Eymundsson

Allar bækur í bókaflokknum Gæsahúð hafa verið teknar úr hillum bókabúðanna Eymundsson, að ósk útgefanda. Bókaútgáfan Tindur sendi vörustjóra Eymundsson tölvupóst í morgun þar sem óskað var eftir að þær væru innkallaðar.

Alls voru í búðunum á bilinu fimm til sjö titlar í bókaflokknum en í heildina eru bækurnar í þessum flokki á þriðja tuginn og voru gefnar út á yfir 20 ára tímabili. Bókaflokkurinn var bæði fyrir eldri og yngri lesendur.  

Eigandi bókaútgáfunnar Tinds er Helgi Jónsson sem jafnframt er höfundur umræddra bóka.

Ekki náðist í Helga við vinnslu fréttarinnar. 

Í síðustu viku spunnust umræður meðal annars á samfélagsmiðlum um kyn­ferðisof­beldi sem er lýst í ung­linga­bókinni Villi vampíra, í bóka­flokkn­um Gæsa­húð fyr­ir eldri. Sú bók var skrifuð árið 2007 og er fyrri hluti af tveim­ur bók­um. Seinni hlut­inn nefn­ist Eva eng­ill

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert