Fengu útkall vegna bilaðs reykskynjara

Lögregla og slökkvilið voru kölluð á staðinn þar sem húsráðendur …
Lögregla og slökkvilið voru kölluð á staðinn þar sem húsráðendur voru fjarverandi. mbl.is/Sigurður Bogi

Slökkvilið og lögregla voru kölluð út í fjölbýlishús í Þórðarsveig í Grafarholtinu í morgun eftir að íbúi í húsinu tilkynnti um að hátt heyrðist í reykskynjara í einni íbúða hússins, þar sem húsráðendur voru fjarverandi.

Hvorki eldur né reykur biðu þó slökkviliðsmannanna er inn íbúðina var komið, heldur reyndist um bilaðan reykskynjara að ræða sem slökkviliðsmenn þögguðu snarlega niður í.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert