Vindrafstöð svar við háum orkureikningi á hóteli í Fljótshlíð

Vindurinn er beislaður hjá Arndísi Soffíu Sigurðardóttur hótelhaldara.
Vindurinn er beislaður hjá Arndísi Soffíu Sigurðardóttur hótelhaldara. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Uppsetning á vindrafstöð á bænum Smáratúni í Fljótshlíð er hluti af viðleitni fólks þar til að lækka orkukostnað.

Á bænum er starfrækt stórt hótel og rennur Smáratúnsfólki til rifja að rafmagnsreikningurinn, sem er fyrir húshitun og annað, sé hálf milljón kr. á mánuði. Til viðbótar við vindorku er í skoðun að setja upp varmadælur og sólarorkustöðvar í Smáratúni, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

„Við þurfum öll að taka fleiri græn skref til að geta talist þátttakendur í ábyrgri ferðaþjónustu,“ segir Arndís Soffía, sem hefur bætt rekstur hótelsins með umhverfisstefnu sem fylgt er vel eftir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert